Bjarni benediktsson: „það mál hef­ur reynst okk­ur erfitt“

Að sögn Bjarna Benediktssonar, formann Sjálfstæðisflokksins, verður ekki gripið til neinna sérstaka aðgerða hjá flokknum vegna nýjustu skoðunarkönnunar MMR. Samkvæmt henni mælið Sjálfstæðisflokkurinn með eingöngu 19 prósent. Bjarni segir einnig að flokkurinn mælist oftast lægri en hann fær í kosningum. 

„Auðvitað erum við óánægð með að mæl­ast lág. Við bregðumst ekki sér­stak­lega við ein­stök­um könn­un­um. Svo ég lít ekki á þessa könn­un sem ein­hver vatna­skil í þess­um mál­um“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið.

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið sé erfitt fyrir flokkinn.

Mér finnst að við höf­um ekki náð nægi­lega vel í gegn með okk­ar málstað. Það mál hef­ur reynst okk­ur erfitt og þingið hef­ur bein­lín­is verið tekið í gísl­ingu vegna þess máls, sem varp­ar skugga á önn­ur góð verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Við lít­um á það sem eitt okk­ar helsta hlut­verk að bæta lífs­kjör í land­inu, og það hef­ur gengið frá­bær­lega. Við höf­um verið að vinna að mörg­um lang­tíma­mál­um sem hafa sömu­leiðis gengið mjög vel. Það eru fá dæmi í sög­unni um um jafn mikla lífs­kjara­sókn og er núna. En já ég tel að orkupakka­málið hafi varpað skugga á önn­ur góð verk okk­ar í rík­is­stjórn und­an­far­in ár.“