Bjarni ætlar að draga launahækkanir ráðherra og þingmanna til baka

Bjarni Benediktssonar fjármálaráðherra, leggur til í minnisblaði, sem samþykkt er af ríkisstjórninni, til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að tvær breytingar verði gerðar á frumvarpi í ljósi þess að kjararáð var lagt niður.

Á Eyjunni er greint frá því að Bjarni leggi til að launahækkun sem átti að ganga í gegn þann 1. júlí 2019 gagnvart þjóðkjörnum fulltrúum verði ekki að veruleika.

Bjarni leggur einnig til að ákvæði sem heimili honum að hækka laun þann 1. janúar 2019 verði fellt úr gildi. Bjarni getur því í fyrsta lagi hækkað laun þann 1. janúar 2020.