Biskup biður séra þóri að víkja

Agnes Sigurðardóttir biskup hefur beðið séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprest, að taka hvorki að sér athafnir eða þjónustu á vegum kirkjunnar framar.

 DV segir frá þessu í dag.

 Eins og DV hefur áður greint frá játaði séra Þórir á sáttafundi árið 2015 að hafa brotið kynferðislega á ungri stúlku á sjötta áratug síðustu aldar. Að sögn Agnesar ætlar Þórir að verða við bón hennar.

Þetta kemur fram í stuttu bréfi sem Agnes sendi til presta í vikunni en hún hefur legið undir töluverðri pressu eftir umfjöllun DV og annarra miðla í ágúst. Áður hafði Stundin greint frá málinu en séra Þórir var þá ekki nafngreindur.

DV birtir bréf Agnesar á vef sínum hér með fréttinni.