Bilið er óbrúanlegt

Í þessum stjórnarmyndunar viðræðum er saklaus og ísmeygileg tilhneiging til að grímubúa ásjón þeirra. 

Þannig tala heimildir Hringbrautar sem hafa innsýn inn í þessar viðræður.

Og fela þannig stórbrottnar hræringar sem eru á bak við tjöldin innan bæði raða VG og Sjálfstæðisflokksins.  

Maður getur ruglast svo í ríminum vegna þessarar grímubúnu ásjónar að manni getur hæglega yfirsést að ekker er í deiglunni. 

Engin stjórn er í deiglunni.

Oddvitar flokkanna þriggja segjast vinna að því með oddi og egg að brúa bilið á milli óásættanlegra stefnumála eða öllu heldur ásteitingarsteina

Drollið er stafesting á að afar mikið ber á milli flokkanna. 

Eigi flokkarnir að ná settu marki verða þessi ásteitingarsteinar allir að hverfa.  Og það fyrr en seinna. 

Vegna þessa hefur blossað upp stjórnmálaleg og efnahagsleg tvíhyggja innan Sjálfstæðisflokksins. 

Öðrum þræði er ýtt undir kröfur í viðræðunum um blómlegt einstaklingsframtak sem stuðlar að grósku í atvinnumálum.

En meðfram er rekinn gæfur Valhallar sósíalismi sem er nýtt Valhallar viðundur skapað til að ganga í augun á VG.

Þetta vandamál Sjálfstæðisflokksins er ekkert einsdæmi.

Viðleitni flokksins til að leysa sig frá dapurlegri fortíð sinni er vonarauki flokksinns í baráttunni gegn örvæntingu formannsins og flokksráðs yfir dalandi kjörfylgi.

Þannig tala heimildir Hringbrautar.

[email protected]