Bílatryggingar eru fyrir fólkið

Það er algengur misskilningur fólks að ætla að ökutækjatryggingar snúist um bílinn og verðmæti hans. Þær lúta fyrst og síðast að fólki og því tjóni sem orðið getur á líkama og sál við slys og óhöpp úti í umferðinni.

Þetta kemur fram í þættinum Heimilið á Hringbraut í kvöld þar sem Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson, trryggingarsérfræðingur hjá Sjóvá ráðleggur áhorfendum um tryggingamál, en hann er fastegestur í þáttunum - og fer vel á því, enda tryggingar af öllu tagi stór liður í bóhaldi heimilisins.

Í þættinum fer Hafsteinn yfir flest það sem lýtur að ökutækjatryggingum, meðal annars hvort ástæða sé til að kaskó-tryggja alla heimilisbíla og sitthvað um mikilvægi forvarna á þessum myrkasta tíma ársins.

Heimilið byrjar klukkan 20:00 í kvöld.