Bíladellan leiddi okkur saman, segir benni um fyrstu kynnin af eiginkonunni

„Bíladellan leiddi okkur saman,“ segir Benedikt Eyjólfsson, Benni í Bílabúða Benna, í viðskiptaþætti Jóns G. um það hvernig hann kynntist eiginkonu sinni, Margréti Betu Gunnarsdóttur. Segja má að þau hafi rekið fyrirtækið saman frá árinu 1975 eða frá því þau voru 17 ára. Hún er stjórnarformaður fyrirtækisins - sem og gjaldkeri þess. Þau hafa byggt fyrirtækið upp af mikilli athafnasemi og byrjuðu með tvær hendur tómar. Upphafið var mótorhjólaviðgerðir Benna í bílskúr í Bolholtinu sem tekinn var á leigu. En starfsemin vatt upp á sig og árið 1975 var 200 fermetra óupphitaður skúr á Vagnhöfða 23 tekinn á leigu og menn ráðnir í vinnu. Í framhaldinu keypti Benedikt skúrinn og lóðina.

Þáttinn í heild sinni má nálgast hér: