Best og verst klæddu landsliðin á hm

Íslend­ing­ar, Egypt­ar, Portú­gal­ar, Bras­il­íu­menn og Þjóðverj­ar eiga best klæddu landsliðin á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu að mati Davíðs Ein­ars­son­ar, markaðsstjóra Herrag­arðsins.

Mbl.is fékk Davíð til að segja sína skoðun á klæðnaði liðanna þegar þau komu til Rúss­lands á mótið.

Að hans mati hefðu Serbía, Mar­okkó, Arg­entína og Dan­mörk mátt gera bet­ur, en hon­um þótti liðin vera of þægi­leg í klæðaburði, í íþrótta­göll­um. „Menn eru vissu­lega að fara í langt ferðalag, en þeir eru full­trú­ar þjóðar sinn­ar á heims­meist­ara­móti,“ seg­ir Davíð. Hann seg­ir Dan­ina að vísu hafa verið í flott­um jakka­föt­um á öðrum mynd­um frá mót­inu, en við kom­una til Rúss­lands hafi þeir verið í stutt­bux­um sem var ekki að gera sig. 

Nánar mbl.is

https://www.mbl.is/folk/frettir/2018/06/21/best_og_verst_klaeddu_landslidin_a_hm/