„Berum ábyrð á draumum annarra“

Ilmur Kristjánsdóttir kveður borgarmálin:

„Berum ábyrð á draumum annarra“

Ilmur Kristjánsdóttir
Ilmur Kristjánsdóttir

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona skrifar kveðju þegar hún hættir nú sem formaður velferðarráðs Reykjavíkur og sem fyrsti varaborgarfulltrúi Besta flokksins.

„Úff hvar á ég að byrja….Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag, hef lært svo margt og kynnst svo mörgum“, skrifa hún á facebook síðuna sína.  

 Hún rifjar upp þegar Björn Blöndal bað hana um að vera með í framboði Besta flokksins og taka þriðja sætið á framboðslista: „Ég var mjög spennt en allir í kringum mig sögðu “Nehhhh er það nokkuð, viltu nokkuð vera þvælast í pólitík”.

Hún hafði ekki staðist mátið: „Eflaust hefði ég ráðlagt öðrum í minni stöðu að láta það eiga sig en ég stóðst ekki mátið, það var svo sterkt innra JÁ eða öllu heldur ég fann ekkert innra NEI. Ég hugsaði með mér að þetta væri einstakt tækifæri til að dýfa tánum í pólitík sem mér hefur alltaf þótt spennandi vettvangur“.

 Ilmur tók við formennsku í velferðarráðinu: „Að taka við formennsku í þessu ráði er dýpsta laug sem ég hef nokkurn tíma stokkið í og á köflum var tilfinningin klárlega sú að ég væri að drukkna. Það var ekki bara lestur skýrslna og lykiltalna og ársreikninga, heldur líka umfangið og ábyrgðin“

 „Í þessum málaflokki er maður oft að taka ákvarðanir sem snerta þá sem verst settir eru í þessari borg og þau mál eru viðkvæm. Þau eru vandmeðfarin og þarfnast stöðugrar skoðunar. Velferðarmál eru eilífðarmál því það má alltaf gera betur, við hættum ekki fyrr en fullkomin jöfnuður hefur náðst og það er eflaust eitthvað í það en þangað til verðum við að gera okkar besta“.

„Við berum nefnilega líka ábyrgð á draumum annarra“, skrifar Ilmur.

 

Nýjast