Bergþór og sunna tókust á: sagði klaustursmálið byggt á lygi á evrópuþinginu – sjáðu myndbandið

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fjallaði um Klaustursmálið svokallaða í dag á þingfundi Evrópuráðsþingsins. Áður hafði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata mælt fyrir þingsályktun um að aðildarríki setji á fót óháða nefnd sem hægt verði að leita til verði starfsmaður þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni.

Á Vísi er haft eftir Bergþóri: „Við megum ekki leyfa okkur að stökkva upp á pólitískrar rétttrúnaðar-vagninn í hvert sinn sem hann fer fram hjá okkur og fara eftir eigin hentisemi þegar flókin mál koma upp.“

Þá sagði Bergþór að það hefði tekið Klaustursþingmennina um fjóra mánuði að safna upplýsingum til að fá „raunsæja mynd“ af því sem gerðist. Vildi hann meina að upptaka úr öryggismyndavélum gæfi allt aðra mynd. Þá sagði hann málið byggt á lygi og upptökurnar verið skipulagðar.

Þórhildur Sunna sagði Bergþór fara með sömu vitleysuna og áður.

„Bergþór og samstarfsmenn hans hafa ekki getað afsannað að það voru hann og fimm aðrir þingmenn sem sátu á bar og gerðu grín að útliti stjórnmálakvenna, heimilisofbeldi og fötluðum svo einhver dæmi séu nefnd.“

Fékk Þórhildur mikið lof og var klappað í salnum þegar hún lauk ræðu sinni. Þá birti Stundin myndskeið frá Evrópuþinginu:

Þórhildur svaraði Bergþóri: