Bensínverð aldrei verið hærra

Verð á 95 oktana bensíni er komið yfir 230 krónur á lítrann hjá nokkrum bensínstöðvum hér á landi og hefur aldrei verið hærra.

Í Viðskiptablaðsins segir að algengt verð á bensínstöðvum N1 og Olís sé 231,3 krónur á lítra af 95 oktana bensíni og vitnar í vef Gasvaktarinnar sem heldur utan um breytingar á eldsneytisverði.

Í fréttinni kemur fram að hjá Atlantsolíu sé algengt verð 229,9 krónur á lítrann sem og hjá ÓB en hjá Orkunni er algengt bensínverð 228,8 krónur á lítrann. Hjá Dælunni, sem rekinn er af N1, er algengt bensínverð 220,9 krónur á lítrann, en hjá Costco kostar lítrinn 196,9 krónur.