Benedikt vill ekki útiloka neitt

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustufyrirtæki eigi meðal annars að sporna við styrkingu krónunnar. Þetta kom fram í Kastljós þætti RÚV í gærkvöldi.

Benedikt er ekki hrifinn af komugjöldum og telur gjöldin vera hinn eina sanna landsbyggðagðaskatt. Hann telur róttækar lausnir vera það eina í stöðunni varðandi sterkt gengi krónunnar. RÚV fjallar um Kastljósviðtalið við fjármálaráðherrann.

Benedikt ver áform um hækkun virðisaukaskattsins á ferðaþjónustuna. Skatturinn er tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Komugjald afli ekki þeirra tekna sem ríkissjóður þarf.

Komugjöld á ferðmenn leggðust ekki einungis á ferðamenn í millilandagflugi heldur einnig á ferðamenn í innnanlandsflugi.

Þarna væri þá kominn raunverulegur landsbyggðaskattur.

rtá

Nánar á www.ruv.is