Bein útsending frá fæðingardeildinni

Katrín hertogaynja af Cambridge lögð inn á fæðingardeild

Bein útsending frá fæðingardeildinni

Katrín hertogaynja af Cambridge og eiginkona Vilhjálms Bretaprins var lögð inn á Lindo Wing-fæðingardeild St Mary‘s sjúkrahússins í London með hríðir í morgun.

Þetta verður þriðja barn þeirra hjóna, en samkvæmt frétt The Telegraph vita þau ekki kyn barnsins. Gífurleg fjölmiðlaathygli er á bresku konungsfjölskyldunni þessa dagana og til að mynda er The Telegraph með beina útsendingu af inngangi fæðingardeildarinnar.

Fæðingin tekur athyglina tímabundið frá hinum prinsinum, Harry og verðandi eiginkonu hans Meghan Markle, sem ganga upp að altarinu í St George's kapellu í Windsor kastala eftir tæpan mánuð, laugardaginn 19. maí.

Nýjast