Barn tekið af foreldrum sínum eftir að þeir neituðu krabbameinsmeðferð

Fjögurra ára gamalt barn með krabbamein í Flórída hefur verið tekið af foreldrum sínum eftir að foreldrarnir neituðu krabbameinsmeðferð fyrir barnið. Barnaverndaryfirvöld í Flórída kröfðust þess barnið yrði tekið af foreldrum þess þar sem þau töldu að líf þess væri í hættu.

Dómstólar í Flórída hafa dæmt í málinu og hefur amma barnsins fengið fullt forræði yfir því. Mikil leit var gerð að foreldrunum og barninu þar sem þau flúði ríkið, en lögregluyfirvöld fundu þau í Kentucky ríki þar sem þau voru í felum. Ætluðu foreldrarnir sér að notast við óhefðbundnar lækningar til að takast á við veikindi barnsins. 

Foreldrarnir ætluðu sér meðal annars að notast við kannabis, súrefnismeðferð, ýmsar náttúrulegar jurtir og alkalískt vatn. Krabbameinsmeðferðin sem var í boði fyrir barnið er sögð virka í 98% tilfella fyrir þá sjúklinga sem fara í hana og verða 90% sjúklinga algjörlega krabbameinslaus eftir meðferðina, samkvæmt St Jude´s barnaspítalanum. Barnið er nú í meðferð vegna krabbameinsins.