Baráttan á nesinu

Mikil spenna er vegna kosninganna á Seltjarnarnesi. Allt virðist benda til þess að meirihluti Sjálfstæðisflokks falli eftir 78 ára valdatíð en flokkurinn hefur bæði klofnað til hægri og inn á miðjuna.

Viðreisn er í samstarfi við Neslista sem fékk mann kjörinn 2014. Þá náði Sjàlfstæðisflokkur 4 fulltrúum og Samfylking 2. Talið er fullvíst að Samfylkingin haldi sínum 2 og margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn missi fjórða manninn og þar með meirihlutann.

Svo virðist sem slagurinn standi um það hvort Viðreisn/Neslisti nái inn öðrum manni sínum eða hvort Skafti Harðarson verði kjörinn í bæjarstjórn.

Ef listi Skafta nær inn manni, þá mun hann væntanlega mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki þar sem Skafti yrði bæjarstjóri. Hann er kunnur frjálshyggjumaður og stendur fyrir harðar hægriáherslur.

Sjá meðfylgjandi umfjöllun Mbl.is um Seltjarnarnes.

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2018/05/22/mikid_byggt_en_margir_vilja_byggja_meira/