Bara uppselt á úrslitin og Íslandsleikinn

Opin miðasala hafin á HM í Rússlandi

Bara uppselt á úrslitin og Íslandsleikinn

Hundruð þúsunda miða á leiki HM í Rússlandi fara í opna sölu í dag.

Það eru aðeins 2 leikir af 64 sem engir miðar eru til á, sem eru gjörsamlega uppseldir. Það er úrslitaleikurinn 15. júlí á Luzhniki leikvangnum í Moskvu... og opnunarleikur Íslands og Argentínu á Spartak leikvangnum 16. júní.

Þetta kom í ljós þegar lokasala á opnum miðum fyrir keppnina hófst í morgun, samkvæmt upplýsingum FIFA í Zurick.

Spartak leikvangurinn tekur 43.000 manns.

Nýjast