Bára huld svarar yfirlýsingu ágústs ólafs

Síð­ast­lið­inn föstu­dag klukkan 20:22 birt­ist yfir­lýs­ing frá Ágústi Ólafi Ágústs­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book-­síðu hans. Í henni greinir hann frá því að hann muni fara í leyfi eftir að hafa fengið áminn­ingu frá flokki sínum vegna atviks sem átti sér stað síð­asta sum­ar. Atvikið snérist um fram­komu hans í garð konu.

Ég er sú kona og máls­at­vika­lýs­ing Ágústs Ólafs, sem fram er sett í yfir­lýs­ingu hans, er ekki í sam­ræmi við upp­lifun mína af atvik­inu. Þá upp­lifun hafði ég áður rakið fyrir honum og hann geng­ist við því að hún væri rétt. Þá upp­lifun rakti ég einnig fyrir trún­að­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­innar og Ágúst Ólafur gerði engar athuga­semdir við mála­vexti. Þeir mála­vextir eru raktir í skrif­legri nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og verða þar af leið­andi vart hrakt­ir.

Í ljósi þess að Ágúst Ólafur kýs að gera minna úr atvik­inu en hann hefur áður geng­ist við, þá finn ég mig því miður knúna að greina frá því sem er rangt í yfir­lýs­ingu hans. Það geri ég einnig vegna þess að ýmsir fjöl­miðlar hafa haft sam­band við mig und­an­farna daga. Ég vil líka taka það skýrt fram að það vakti aldrei fyrir mér að gera þetta mál opin­bert. Sú ákvörðun var hins vegar tekin úr mínum hönd­um.

Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.

Ágúst Ólafur yfir­gaf ekki skrif­stof­una þegar ég bað hann um það. Ég fylgdi honum á end­anum ákveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segj­ast og hélt þving­andi áreitni sinni áfram í lyft­unni á leið­inni út.

Vinnu­stað­ur­inn sem Ágúst Ólafur minn­ist á í yfir­lýs­ingu sinni er vinnu­staður minn, Kjarn­inn. Við höfðum hist fyrr um kvöldið með öðrum, haldið áfram spjalli eftir að hafa yfir­gefið bar­inn þar sem við hitt­umst og til­gang­ur­inn með því að fara á vinnu­stað­inn var ein­göngu sá að halda spjalli okkar áfram. Hann er þing­mað­ur, var í opin­beru sam­bandi með annarri konu sem greint hafði verið frá í fjöl­miðlum og fyrr­ver­andi hlut­hafi í Kjarn­an­um. Allt þetta gerði það að verkum að ég hélt að hann hefði ekki með neinum hætti mis­skilið aðstæð­ur.

Mín upp­lifun af þessum aðstæðum var algjört varn­ar­leysi. Það orsak­að­ist af því að ég varð fyrir ítrek­aðri áreitni af hálfu ann­ars ein­stak­lings. Það orsak­að­ist af því að ég var blaða­maður sem varð fyrir áreitni af hálfu þing­manns. Það orsak­að­ist af því að ég var starfs­maður fyr­ir­tækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrr­ver­andi hlut­hafa í því fyr­ir­tæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugs­aði að mögu­lega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferð­inni áhrifa­maður í valda­stöðu.

Mér fannst ég líka algjör­lega nið­ur­lægð og var gjör­sam­lega mis­boðið vegna ítrek­aðra ummæla hans um vits­muni mína og útlit.

Pistillinn í heild sinni á

https://kjarninn.is/skodun/2018-12-11-svar-vid-yfirlysingu-agusts-olafs-agustssonar/