Baltasar ákvað að hætta við bíómyndina: handritshöfundurinn sakaður um kynferðisofbeldi

Baltasar Kormákur hefur ákveðið að leikstýra ekki kvikmyndinni Deeper eftir að í ljós kom að handritshöfundurinn Max Landis hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi. Fjölmargar konur hafa stígið fram og sakað Landis um ofbeldi.

Baltasar hafði samband við Vísi eftir að þar birtist frétt um að myndin væri í uppnámi vegna ásakana á hendur Landis. Í samtali við Vísi sagði Baltasar að hann hefði ákveðið að segja sig frá verkefninu fyrir rúmu hálfu ári síðan, meðal annars vegna ásakana í garð Landis. Á Vísi segir:

„Það hafi verið sjálfstæð ákvörðun af hans hálfu og stuttu síðar hafi kvikmyndaverið ákveðið að draga sig úr verkefninu.“