Bætir framsókn vont met samfylkingar?

Fari kosningar í líkingu við niðurstöðu nýjustu skoðanakannana stefnir í að Framsóknarflokkur bæti ríflega hið vonda, jafnvel Evrópumet, Samfylkingarinnar í fylgistapi. 2009 fékk Samfylkingin 29,8 prósent og tuttugu þingmenn. Í kosningunum 2013 hrundi fylgi Samfylkingarinnar, flokkur fékk 12,9 prósent og tapaði ellefu þingmönnum, tapaði ellefu.

Framsóknarflokkurinn fékk 24,4 prósent í kosningunum 2013 og nítján þingmenn. Ef miðtala tveggju síðustu skoðanakannana er tekin, Gallup og MMR, fengi flokkurinn rétt um átta prósent, og kannski fimm þingmenn. Tapaði samkvæmt þessu jafnvel fjórtán þingmönnum.

Það yrði nýtt met. Algjör höfnun. Framsóknarflokkurinn á í erfiðleikum á aldarafmæli flokksins. Flokkinn vantar frambjóðendur. Framsókn er ekki í tísku. Á lítinn hljómgrunn einsog lesa má úr niðurstöðum kannana.

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa hvergi dregið af sér við að minna Samfylkinguna á afhroðið 2013. Nú stefnir í verri stöðu þeirra eigin flokks.

Framsóknarflokkurinn hefur ekki opnað á kosningaloforðin. Þau eru eflaust í smíðum. Takist Framsókn ekki að snúa þróuninni við virðist ekkert koma í veg fyrir að sett verði nýtt met í fylgistapi. Samfylkingin tapaði  nærri sex af hverjum tíu kjósendum milli kosninga og að óbreyttu mun Framsókn tapa um sjö af hverjum tíu kjósendum í komandi kosningum.

Það hlýtur að vera panikk í Framsóknarflokknum.