Bæjarins bestu hífðar aftur á sinn stað

Pylsuvagninn Bæjarins bestu við Tryggvagötu var hífður aftur á sinn gamla stað í morgun. Vagninn var færður fyrir þremur árum vegna byggingaframkvæmda en þar hafa verið seldar pylsur í rúmlega áttatíu ár.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, birti myndir og myndband af því þegar vagninn var hífður nokkra metra yfir Pósthússtrætið á samfélagsmiðlum í morgun. Hann hefur undanfarið staðið vestanmegin við gatnamót Tryggvagötu og Pósthússtrætis en færist nú aftur á gamalkunnar slóðir, hinum megin við götuna.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018180919459/baejarins-bestu-hifdar-aftur-a-sinn-stad