„báðir urðu frábærir fjölmiðlamenn á rúv

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, minnist tveggja fyrrverandi fjölmiðlamanna í stuttum pistli á Facebook í dag. Össur segir þá gerólíka, en eigi þó eitt sameiginlegt:

„Í leiðindum mínum á skíðabrettinu í World Class runnu mér í hug tveir gagnmerkir en gerólíkir samferðamenn. Annar er Hallur Hallsson, ekta metall, hugsjónamaður af ofsa og á síðari árum pólitískur slagsmálahundur. Hinn er Sigurður G. Tómasson, líklega besti örsögumaður á facebook, og býr yfir eitraðri kaldhæðni. (Þann eftirsóknarverða eiginleika hefur hann þó í fullmiklum fjötrum). Í næstum öllum efnum er ég andstæðrar skoðunar við vin minn Hall en var hins vegar á sokkabandsárum í byltingunni með Sigurði Tómassyni. Mér þykir vænt um báða. Á brettinu rann upp fyrir mér að þessi tvö gerólíku eintök eiga þó tvennt sameiginlegt fyrir utan væntumþykju mína: Báðir urðu frábærir fjölmiðlamenn á RÚV – og báða rak Sjálfstæðisflokkurinn úr starfi…“

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/02/15/ossur-badir-urdu-frabaerir-fjolmidlamenn-ruv-og-bada-rak-sjalfstaedisflokkurinn-ur-starfi/