Auðvelt að misnota kerfi Alþingis

Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður á Rás 2 í morgun:

Auðvelt að misnota kerfi Alþingis

Það er auðvelt að misnota það kerfi sem Alþingi hefur komið upp til að endurgreiða þingmönnum aksturskostnað, segir Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar á Rás 2 í morgun. Hún segir að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi um greiðslur til þingmanna.

 

Brynhildur lagði á sínum tíma fram frumvarp á Alþingi um að greiðslur til þingmanna yrðu gerðar opinberar, og af þeim svipt þeirri leynd sem nú ríkir yfir þeim: "Mér fannst merkilegt, bæði hvað maður gat sem þingmaður átt rétt á miklu, og hvað það var lítið eftirlit, það er í raun enginn sem er yfirmaður þingmanna,“ sagði Brynhildur í Morgunútvarpinu á Rás 2


. „Það var auðvelt að misnota þetta og það á ekki að vera þannig. Ef einhverjir eiga að umgangast ríkissjóð af virðingu þá eru það þingmenn.“

Nýjast