Atvinnulausum fækkar

Að jafnaði voru 203.900 manns á aldrinum 16 - 74 ára í vinnu í maí 2017. Þetta jafngildir 85% atvinnuþátttöku. Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 5,3%. Það einkennir íslenska vinnumarkaðinn að atvinnuleysi eykst alltaf á vormánuðum og þá sérstaklega í maí. Íslenskur vinnumarkaður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Tölur síðustu sex mánaða sýna að atvinnulausum fækkar.

rtá

Nánar www.hagstofa.is