Atvinnulausum fækkar

Þróun vinnumarkaðarins á Íslandi er síkvik og oft ófyrirsjánaleg. Þetta gerist þrátt fyrir að íslenskur vinnumarkaður sé vel skipulagður með lögvernduðum kjarasamningum og öflugum samtöku launafólks og atvinnuvega.  

Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands sýnir að það voru að jafnaði 199.300 manns á aldrinum16-74 ára á vinnumarkaði í febrúar 2017. Þetta jafngildir 82,8% atvinnuþátttöku.

Af þeim voru 192.900 starfandi og 6.500 án vinnu og í atvinnuleit.  Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81,1% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,2%.

Samanburður mælinga fyrir febrúra 2016 og 2017 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 0,7%.  Fjöldi starfandi jókst um 7.800 manns. Og hlutfall starfandi mannfjölda um 0,5%.  Atvinnulausum fækkaði um 600 manns en hlutfall þeirra af atvinnuaflinu stendur nánast í stað.