Atli heimir er látinn

Atli Heimir Sveinsson eitt okkar merkasta tónskáld er látinn, áttræður að aldri. RÚV greinir frá. Í tilkynningu frá fjölskyldu Atla segir að hann hafi verið einn af upphafsmönnum nútímatónlistar á Íslandi og eftir hann liggur mikill fjöldi tónverka.

Atli Heimir fæddist í Reykjavík 21. september árið 1938. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk lokaprófi í tónsmíðum og tónfræði frá Staatliche Hochschule für Musik í Köln árið 1963 þar sem kennarar hans voru m.a. Günter Raphael, Rudolf Petzold og Bernd Alois Zimmermann. Hann nam raftónlist í Hollandi 1964 og sótti Kölner Kurse für neue Musik hjá Karlheinz Stockhausen í fyrsta skipti sem þeir voru haldnir árið 1965.

Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi og var var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Atli Heimir var staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2004-2007.

Atli var kennari í tónsmíðum og tónfræðum við Tónlistarskólann í Reykjavík, og annaðist vinsæla tónlistarþætti fyrir RÚV öðru hverju um árabil.

Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö.