Atburðarásin í aðdraganda hruns: hvað vissum við og hvað vissu þeir?

Bjarni Benediktsson og Benedikt Sveinsson faðir hans seldu hlutabréf í Glitni fyrir 993,6 milljónir króna dagana eftir að hafa tekið þátt í Vafningsfléttunni í febrúar 2008, viðskiptagjörningi sem sérstakur saksóknari taldi hafa átt þátt í falli Glitnis og Hæstiréttur sagði andstæðan hagsmunum bankans.

Glitnisgögnin sýna að Bjarni lék lykilhlutverk í viðskiptaævintýrum Engeyinga og var eins konar skuggastjórnandi fjárfestahópsins. Þegar erfiðleikar komu upp hjá Glitni og stórum hluthöfum, fyrst í febrúar 2008 og svo í september, skiptist Bjarni Benediktsson á upplýsingum við stjórnendur Glitnis og sat fundi um stöðu bankanna meðan hann sjálfur, faðir hans og föðurbróðir komu gríðarlegum fjármunum í var.

Alls innleystu Bjarni, Benedikt og Einar 2263 milljónir úr Sjóði 9 rétt fyrir setningu neyðarlaganna og allsherjarhrun íslenska bankakerfisins, og vörðu sig þannig fyrir 340 milljóna tapi.

Umfjöllunin birtist í prentútgáfu Stundarinnar þann 26. október síðastliðinn.

Nánar á

https://stundin.is/grein/7813/