Hærra verðmat marel

Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent meta Marel á 328 milljarða króna en það er 33% meira en markaðsvirði fyrirtækisins er nú. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.  Ástæðan fyrir hærra verðmati er sögð vera stórbættur rekstur fyrirtækisins, mikill tekjuvöxtur og uppkaup félagsins á eigin bréfum. 

Í morgun birtist tilkynning í Kauphöllinni þess efnis að Marel hyggðist kaupa eigin bréf fyrir 1,8 milljarða króna. Fjöldi hluta eftir viðskiptin mun vera 55,7 milljónir.

Í tilkynningunni kemur fram að viðskiptin séu gerð á grundvelli heimildar frá stjórn Marel hf. til stjórnenda félagsins til að kaupa allt að 20 milljónum hluta að nafnvirði, sem ætlaðir eru sem endurgjald í mögulegum fyrirtækjakaupum, samanborið við fréttatilkynningu frá 7. febrúar fyrr á þessu ári.

Nánar á http://www.vb.is/frettir/capacent-metur-marel-328-milljarda-krona/149062/