Áslaug Arna fengið nóg: Segir Ragnar hafa óeðlilegan áhuga á sér

Áslaug Arna fengið nóg: Segir Ragnar hafa óeðlilegan áhuga á sér

Mynd: Aslaugarna.is
Mynd: Aslaugarna.is

Ragnar Önundarson segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann og ritara Sjálfstæðisflokkinn, vera „sætan krakka.“ Þetta er í annað sinn sem Ragnar gerir útlit Áslaugar Örnu að umtalsefni.

„Miðaldra, hvítur, kristinn karlmaður, helst reffilegur og peningalegur, er formaður. Glæsilegasta konan er varaformaður og sætasti krakkinn ritari. Þetta er afleiðing af valdatilfærslu prófkjöranna,“ skrifar Ragnar meðal annars í færslu í Facebook hópnum Orkan okkar.

Fyrir um einu og hálfu ári setti Ragnar færslu á Facebook síðu sína þar sem hann deildi mynd af Áslaugu Örnu og skrifaði: „Sjálfsagt finnst sum­um engu skipta hvernig mynd­ir fólk í stjórn­mál­um not­ar til að kynna sig. Dæmi hver fyr­ir sig.“

Myndin sem fór fyrir brjóstið á Ragnari

Áslaug Arna hefur nú brugðist við nýjustu athugasemd Ragnars á Twitter reikningi sínum, þar sem hún segir:

„Það er alveg ljóst að Ragnar Ön hefur einhvern óeðlilegan áhuga á að gramsa í myndum á fb hjá mér. Í pistli dagsins kallar hann mig „sætasta krakkann“ og birtir með tveggja ára gamla mynd. Síðast var gamla myndin of sexý svo ég mætti tjá mig um #metoo. Hvað næst? #ekkiveraragnar“

Nýjast