Ásgeir keyrði þvert yfir sahara eyðimörkina í átta daga

Í þætti kvöldsins verður rætt við Ásgeir Örn Rúnarsson, eldhugann sá sem fór í næst stærsta rall í heiminum. 

Um ræðir Morocco desert challenge þar sem keyrt er þvert á Sahara eyðimörkina í 8 daga. 

Ásgeir keyrði á sérútbúnu enduro mótorhjólinu sínu um 400 km á dag. 

Hátt í 80 keppendur kepptu í rallinu en Ásgeir gerði sér lítið fyrir og keppti í sérstökum \"malle moto\" flokki. í þeim flokki sér hann algjörlega sjálfur um mótorhjólið sitt, má ekki þiggja neina aðstoð og hafa mjög takmarkaðan búnað.

\"\"

Með honum í förina fór Sigurjón Andrésson, en hann fór með til þess að mynda ævintýrið. Sigurjóni þótti erfitt að geta ekki gripið í skiptilykil til að aðstoða félaga sinn en segir að förin muni sitja í sér ævilangt. 

Misstu ekki af ótrúlegum frásögnum frá þeim Ásgeiri og Sigurjóni í kvöld á Hringbraut kl 21:30