Ársfundur sjóðsins

Gengisáhrif krónunnar til lækkunar á erlendum eignum Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna námu 21,2 milljörðum króna árið 2016. Þetta kom fram á ársfundi sjóðsins í gær þegar flutt var yfirlit yfir afkomu sjóðsins árið 2016. Sjóðurinn nýtti til fulls allar gjaldeyrisheimildir Seðlabanka Íslands á árinu til kaupa á erlendum eignum. Með því hafi verið fylgt fjárfestingarstefnu sjóðsins með aukinni dreifingu eigna og fjárfestingu til langs tíma. Erlend verðbréfaeign sjóðsins nam um 159 milljörðum króna í lok árs 2016 en var um 153 milljarðar við árslok 2015. Þótt árið 2016 hafi verið sjóðnum mótdrægt væri langtímaávöxtun góð og endurspeglast hún í sterkri tryggingarstærðfræðilegri stöðu sjóðsins.4,2%. Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris var í a´rslok 2016 602 milljarða og hafði hækkað um 19 milljarða á árinu.