Árni Oddur um kaup á fyrirtækjum: Langur aðdragandi og verðmiðinn kemur aftast!

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, gestur Jóns G. í kvöld:

Árni Oddur um kaup á fyrirtækjum: Langur aðdragandi og verðmiðinn kemur aftast!

Árni Oddur er gestur Jóns G. í kvöld.
Árni Oddur er gestur Jóns G. í kvöld.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, kemur mjög víða við í viðtalinu við Jón G. í kvöld. Þeir ræða meðal annars stefnu Árna Odds og Marel við kaup á fyrirtækjum. Árni svarar því til að horft sé til tækni og starfsfólks í viðkomandi fyrirtæki sem sé til skoðunar. Hann segir að það einkenni kaupin að það sé langur aðdragandi, jafnvel þrjú ár, og að verðmiðinn komi aftast við sögu en ekki fyrst; að kaupverðið sé rætt síðast í ferlinu. Árni segir að ef niðurstaðan sé sú að heildarþjónusta Marel við matvælaframleiðendur batni með kaupunum þá sé tekið af skarið og keypt. Stærstu einstöku kaup Marels á fyrirtækjum á undanförnum fimmtán árum er kaupin á danska fyrirtækinu Scanvaegt árið 2006, og hollensku fyrirtækjunum Stork árið 2008 og MPS árið 2015.

Nýjast