Arnarlax synjað um gæðavottun

Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði hefur verið synjað um alþjóðlega gæðavottun
 
Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun. Fréttablaðið sagði frá þessu og að í liðnum mánuði hafi vottunaraðilinn gert alvarlegar athugasemdir við fjölmargt í framleiðsluferli eldisins. Um er að ræða svonefnda ASC vottun og er þar farið eftir ströngum stöðlum um um sjálfbæra samfélags- og umhverfisvæna framleiðslu sjávarafurða.
 
Í fréttinni segir:

Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. 
 
Áður hafði vottunaraðilinn gert alvarlegar athugasemdir við framleiðsluferli eldisins. Arnarlax ku hafa bætt úr ýmsu en það hefur ekki duga til.