Arion banki annað verðmætasta félagið

Magnús Harðarson hjá Jóni G. í kvöld:

Arion banki annað verðmætasta félagið

Magnús Harðarson hjá Jóni G. í kvöld.
Magnús Harðarson hjá Jóni G. í kvöld.

Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri Nasdaq Iceland, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða m.a. skráningu Arion banka á Íslandi og Svíþjóð nk. föstudag, 15. júní. Frumútboðið að undanförnu og skráningin á föstudag er einn helsta viðskiptafrétt ársins. Arion banki fer beint í annað sætið yfir verðmætustu fyrirtækin í kauphöllinni og kemur þar næst á eftir Marel. Bréf í Arion banka í útboðinu að undanförnu hafa verið boðin frá 68 krónum til 79 króna fyrir hvern hlut. Það þýðir að gengið er á bilinu 0,6 til 0,7 sinnum bókfært eigið fé bankans. Til samanburðar var 13 prósenta hlutur ríkisins í Arion banka seldur til Kaupþings í febrúar síðastliðnum á umtalsvert hærra gengi eða á genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Nam verðið í viðskiptunum 90  krónum á hlut. Samkvæmt þessu virðiast bréfin í bankanum eiga svolítið inni við skráningu. Þess vegna verður mjög fróðlegt að sjá hvernig gengið verður í kauphöllinni á föstudag þegar félagið verður skráð hér heima og í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Nýjast