Aretha franklin látin

 álarsöngkonan og goðsögnin Aretha Frank­lin er lát­in, 76 ára göm­ul. 

Aretha Frank­lin sem var fyrir löng útnefnd„drottn­ing sál­ar­tón­list­ar­inn­ar“ greind­ist með krabba­mein árið 2010 og til­kynnti á síðasta ári að hún ætlaði að hætta í tón­list­ar­brans­an­um. Hún lést í borg­inni Detroit í Banda­ríkj­un­um.

Ferill hennar spannaði 50 ár og hún setti viðmiðin fyrir soul, jazz og rokk söngvara. Ferill sem spannaði yfir 50 ár.Aretha fæddist í Memphis, Tennessee við árbakka Missisippi en flutti ung til Detroit. Hún hóf snemma að syngja í Baptisstakirkju föður síns undir leiðsögn  Mahaliu Jackson og hljóðritaði fyrstu plötu sína fjórtán ára með sálmasöng. Átján ára gömul hóf hún að reyna fyrir sér í tónlistarheiminum.

Aretha var einnig þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttindum svartra í bandaríkjunum og sá um sálmasönginn við útför Martin Luther Kings. Þá var hún fengin til að koma fram við forsetavígslur þriggja bandaríkjaforseta; Jimmy Carters, Bill Clintons og Baracks Obama.

Hún birtist einnig í kvikmyndum líkt og Blues brothers árið 1980 og var ekki síður framúrskarandi píanóleikari. Lög eins og við Respect, Think og (You Make Me Feel Like) A Natural Woman eru meðal hennar þekktustu laga en alls átti Frank­lin yfir 20 lög sem komust á topp banda­ríska vin­sældal­ist­ans. Hún er meðal kynslóðar svartra tónlistarmanna sem ruddu brautina fyrir fjölda svartra tónlistarmanna og taldist meðal enn lifandi goðsagna tónlistarsögunnar. Hennar langþekktasta lag, Respect hljóðritaði hún árið 1967 en lagið hafði Otis Redding samið um eiginkonuna sem ætti að sýna manni sínum tilhlýðilega virðingu. Aretha Franklin skaust fram á sjónarsviðið þegar hún tók lagið upp með sínum stíl, stór í rödd og túlkun og höfðaði til kvenréttinda við litla hrifningu Redding. 

Franklin vann allt 18 Grammyverðlaun eru einn mesti seldi tónlistarmaður allra tíma en yfir 70 milljónir platna hennar hafa selst um allan heim. Hún var fyrsta tónlistarkonan til að verða vígð inn í Rock and Roll Hall of Fame. Rödd Franklin var svo kröftug að árið 1985 var hún sett á skrá yfir orkulindir Michigan fylkis.  Tímaritið Rolling Stone útnefndi hana sem stórkostlegasta söngvara allra tíma. 

Aretha Franklin varð þekkt fyrir nánast óbeit sinni á athygli fjölmiðla á einkalífi hennar og tregðu til að veita viðtöl.

Margir minnast hennar í dag. Einn skrifar: \"Sálardrottningin kveður okkur á dánardægri Rokkkóngsins, sama dag og Poppdrottningin fagnar sextugsafmælinu. Þetta heitir að stimpla sig út með stæl\". En í dag er dánardagur Elvis Presley og Madonna er sextug einnig í dag. 

\"\"