Ár frá hryðjuverkaárásum í brussel

Stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið og hérskáir íslamistar fögnuðu árásunum í Brussel.  Á samfélagsmiðlum og földum síðum sem tengdust íslamska ríkinu voru árásirnar réttlættar með ýmsum hætti. Yfirvöld í Belgíu sögðu  árásirnar svipaðar þeim sem gerða voru í París í nóvember 2015.

Lýst var fyrir hæsta viðbúnaðarstigi í Brussel vegna bráðrar og yfirvofandi hættu á fleiri hryðjuverkum. Tólf manns grunaðir um aðild að hryðjuverkunum í Brussel og í París voru síðar handteknir. Ljóst varð að hermdarverkin í París og í Brussel voru framkvæmd og skipulögð af af sama hópnum. Af körlum flestir höfðu alist upp í Brussel frá unga aldri eða verið með fjölskydutengsl þangað. Þá var upplýst að lögreglu í Frakklandi og Belgíu tókst að koma í veg fyrir nýjar árásir sem stóð til að gera.

Hryðjuverkaárásirnar í Brussel að morgni 22.mars 2016 voru hryðjuverk í röð árása sem skekið hafa Evrópu á undanförnum árum. Hryðjuverkamenn myrtu hundrað og þrjátíu manns í París 13.nóvember 2015. Hryðjuverk eru veruleiki sem Evrópumenn eiga ekki að sætta sig en þurfa að búa sig undir á næstu árum sagði talsmaður lögreglu í Belgíu fyrr í dag við minningarathöfn í Brussel. Árásirnar í París og í Brussel voru árásir á Evrópu og árásir á vestræn gildi um frjálst samfélag sagði talsmaðurinn.