„Annað hvort er maður ráðherra eða ekki“

Eiríkur Bergmann var gestur Þórðar Snæs í 21 í gærkvöld:

„Annað hvort er maður ráðherra eða ekki“

„Annað hvort er maður ráð­herra eða ekki. Hún ein­fald­lega fer frá sem ráð­herra og nýr ráð­herra kemur í hennar stað. Það er svo auð­vitað lög­form­lega sér­stök ákvörðun á nýjan leik að setja hana inn aft­ur. Hins vegar getur það verið póli­tísk sam­komu­lag milli flokk­anna að hún komi inn síð­ar. En það er auð­vitað ekk­ert sem heitir stjórn­skip­un­ar­lega að geyma stól­inn fyrir ein­hvern.“

Þetta sagði Eiríkur Berg­mann Ein­ars­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, um ákvörðun Sig­ríðar Á. And­er­sen að stíga til hliðar úr emb­ætti dóms­mála­ráð­herra í gær. Eiríkur var gestur Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, í frétta- og umræðuþætt­inum 21 á Hringbraut í gærkvöld. Þar ræddi hann þessa ákvörðun og einnig þá fordæmalausu stöðu sem er komin upp vegna Brexit. Kjarninn greindi frá.

Sigríður tók þessa ákvörðun þar sem hún telur að á meðan Landsréttarmálinu vindi fram, í kjölfar úrskurðar MDE um að fjórir dómarar við Landsrétt hafi verið ólöglega skipaðir, sé æskilegt að annar en hún verði í forsvari, enda sé henni annt um að ekki sé grafið undan trúverðugleika íslenskra dómstóla. Eiríkur bendir þó á, eins og áður segir, að ekki sé hægt að stíga tímabundið til hliðar sem ráðherra.

Boðað hefur verið til rík­is­ráðs­fundar á Bessastöðum í dag og býst Eiríkur við því að Sig­ríður muni þar fara úr ríkisstjórn og að nýr dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins verði skipaður í staðinn.

Viðtalið við Eirík í heild sinni er að finna hér:

Nýjast