Anna fékk nóg og yfirgefur okurlandið Ísland: Ætlar ekki að láta stjórnvöld ræna sig sparnaðinum- „Hugsa með skelfingu til allra nýju skattanna“

Anna fékk nóg og yfirgefur okurlandið Ísland: Ætlar ekki að láta stjórnvöld ræna sig sparnaðinum- „Hugsa með skelfingu til allra nýju skattanna“

„Fyllti út umsókn um persónunúmer á Spáni í morgun svo ég geti fengið það eftir helgina. Eins gott að drífa þetta af áður en þeir setja vistarbandið á að nýju í Skattalandi. Í alvöru, ég hugsa með skelfingu til allra nýju skattanna sem ekki mega heita skattar og boðaðir eru á Íslandi á næstunni.“

Þetta segir Anna Kristjánsdóttir sem ætlar að hafa vetursetu á Tenerife. Hún kveðst hafa orðið endanlega sannfærð þegar hugmyndir um nýja vegaskatta og sorpskatta komust í umræðuna. Anna segir: „Það verður til dæmis nóg að gera hjá Bláa hernum í sjálfboðavinnu við að hirða rusl sem lendir á víðavangi eftir að farið verður að vikta ruslið sem fer í Sorpu og ekki verður umferðin betri þegar fólk fer hliðargötur til að sleppa við stofnbrautaskattinn.“

Hún bætir við að enginn hafi ýtt á hana að fara. Hún hafi þráð sól og sumar án hríðarbylja og næturvakta. „Allt orðið miklu auðveldara [...] auðvelt að finna sér húsnæði á viðráðanlegu verði, auk þess sem matur og drykkur kostuðu aðeins brot af því sem það kostar í dýrasta landi Evrópu.“

Þá segir Anna að það sé gott að búa í Evrópusambandinu og hún geti ekki svarað því hvenær hún komi aftur:

„Í dag er ég frjáls og get farið hvert sem er á meðan íslensk stjórnvöld ræna mig ekki lífeyrissparnaðinum mínum en það eru mínar helstu áhyggjur eins og er.“

Nýjast