Andstaða beggja við lagasetningu

Bryggjan kom við í dag í húsi ríkissáttasemjara þegar fundur deiluaðila í sjómannadeilunni hófst enn á ný. Sölvi ræðir við formann smábátaeigenda og Linda hitti fremsta niðursuðufræðing landsins í sjávarútvegi sem hinn Íslenski Sjávarklasi veitti nýsköpunarverðlaunin í fyrra. 

Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélastjóra og málmtæknimanna og Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sitja samningafundina. Þeir segja rétt að fréttir undanfarið hafi gefið vonir um að það styttist í lok verkfallsins hins vegar orðar Guðmundur það svo að það vanti „vendipunkt“ í málinu. Annars er beggja vegna borðsins alger andstaða við að ríkið blandi sér í deiluna eða að Alþingi setji lög á verkfallið.