Andri Már greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir

Andri Már greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir

Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Primera Air, sem var úrskurðað gjaldþrota í október á síðasta ári, greiddi þrotabúi félagsins 200 milljónir króna í reiðufé. Upphæðina greiddi hann gegn því að fallið yrði frá mál­sókn­um á hend­ur hon­um og samþykkti hann einnig að falla frá þeim kröfum hann hafði lýst í þrotabúið. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag.

Kröf­ur Andra Más og fé­laga á hans vegum, þar á meðal fé­lags í eigu dönsku ferðaskrif­stof­unn­ar Bra­vo Tours, námu sam­an­lagt ríflega tveim­ur millj­örðum króna. Andri Már var næst stærsti kröfuhafi þrotabúsins á eftir Arion banka.

Í síðasta mánuði greindi Viðskiptablaðið frá því að samkomulag milli Andra Más og þrotabúsins hafi náðst. Í samtali við blaðið sagði Andri Már að málinu væri lokið frá sínum bæjardyrum séð og að hann hefði persónulega tapað gríðarlegum fjárhæðum á gjaldþroti Primera Air.

„Það er auðvitað mikil eftirsjá að svona skyldi fara fyrir félagi sem hafði verið í góðum rekstri í fjórtán ár,“ sagði hann.

Nýjast