Ágreiningur um formenn nefnda

Þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum og Vilhjálmur Árnason, sjálfstæðismaður í Suðurkjördæmi mæta á Þjóðbraut kl.21 í kvöld, fimmtudag, og ræða meðal annars komandi þing í þættinum í kvöld. Nýtt þing hefst á þriðjudaginn næstkomandi.

Þingstörfin hefjast ekki á sérlega jákvæðum nótum. Svo virðist sem stjórn og stjórnarandstaða hafa hvorki gagnkvæman skilning né traust á því hvernig deila eigi völdum þegar kemur að því að skipa formenn þingnefndanna átta.

Stjórnarmeirihlutinn er sagður vilja sex sæti en úthluta minnihlutanum stjórn velferðarnefndar þingsins og stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.

Rósa gagnrýnir sérstaklega skort á samráði sem hún sagði meirihlutann stunda en Vilhjálmur segir stjórnarandstöðuna hafa útilokað slíkt sjálf.