Almannatenglar skráðir sem innherjar

Dv.is er með þessa frétt

Almannatenglar skráðir sem innherjar

Þann 20. nóvember síðastliðinn voru almannatenglarnir Friðjón Friðjónsson og Gísli Freyr Valdórsson, hjá KOM, skráðir sem innherjar hjá Icelandair Group hf. Fyrir nokkrum mánuðum gekk sú saga fjöllum hærra að starfsmenn KOM stæðu að baki neikvæðum fréttum um flugfélagið WOW air í þeim tilgangi að spilla fyrir frægu skuldabréfaútboði fyrirtækisins upp á 50 milljónir króna. Eyjan skrifaði frétt um þær ásakanir um miðjan september og brást Friðjón hart við þegar hann var spurður út í þessa kenningu. „Þetta eru fullkomin og alger og helber ósannindi,“ sagði Friðjón í samtali við Eyjuna. Gísli Freyr, sem helst er þekktur fyrir aðild sína að lekamálinu svokallaða, brást einnig við umfjölluninni og vísaði fréttunum til föðurhúsanna. Icelandair segir í svari til DV að aðkoma KOM-manna miðist aðeins við 20.nóvember.

Nánar á

http://www.dv.is/frettir/2018/12/15/almannatenglar-skradir-sem-innherjar-hja-icelandair/

Nýjast