Allt í hnút hjá vg

Margir flokksmenn VG eru einfaldlega harðir á móti samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og aðrir eru með efasemdir um slíkt samstarf.  Sá hópur innnan VG sem einarðastur er í andstöðu sinni gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn er leiddur af varaformanni VG.  Hann og þeir sem fylgja honum að málum minna á að í ljósi þess að VG fékk ekki fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum þurfi VG að vinna úr frá þeirri staðreynd.  Ekki samþykktum landsfundar VG eða kosningaloforðum.

Edward H. Huijbens fer ekki dult með skoðun sína á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokkksins.  Þessar skoðanir höfða til þorra félagsmanna VG og nokkurs hóps þingmanna VG.  Krafa um að Katrín Jakobsdóttir verðir forsætisráðherra og að Bjarni Benediktsson verði ekki ráðherra gerir samtöl milli VG og Sjálfstæðisflokksins tilgangslaus.

Heimild Hringbrautar innan VG telur næsta víst að Katrín Jakobsdóttir segi eftir fund þingflokks VG seinna í dag að það sé yfirhöfuð engin flötur á samtali við Sjálfstæðisflokkinn.  Því verði ekkert tilefni til setjast formlega saman og reyna að mynda ríksstjórn.  Varaformaður VG Edward H. Huijbner kann að láta sem hann sé eingöngu sendiboði annarra þegar hann hafnar formanni Sjálfstæðisflokksins en það hljómar ekki trúverðugt.  

Þingflokksfundir VG eru trúnaðaramál og heimild Hringbrautar vill því aðeins nefna til viðbótar við það sem að framan kemur að landsfundur VG samþykkti að flokkurinn vilji leiða ríkisstjórn og að VG útilokaði ekki neinn flokk fyrir kosningar.  Varaformður VG og fylgismenn hann í þingflokknum láti nú sem VG sé óbundið að þessari samþykkt landsfundar og gefnu kosningaloforðum VG.  Þetta séu hatrömm átök um völd innna VG.  Ekkert annað.  Katrín Jakobsdóttir tekst á við Edward H. Huijbens.  Innnan VG ríkir óeining.  Flóknara er það ekki segir heimild Hringrbautar.

 

[email protected]