Allir í skjól í vetur

Vel­ferðarráð Reykja­vík­ur­borg­ar:

Allir í skjól í vetur

Velferðarráð Reykjavíkur
Velferðarráð Reykjavíkur

Vel­ferðarráð Reykja­vík­ur­borg­ar kallaði til fundar á öðrum tímanum í dag með með hags­munaaðilum um mál­efni heim­il­is­lausra í borg­inni. Mbl.is greinir frá. Fund­ur­inn er sagður fyrsta skref að nýrri stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í mála­flokkn­um. 

Til­lög­ur um úr­bæt­ur í mála­flokkn­um eru neyðar­skýli fyr­ir yngri utang­arðsmenn, fjölg­un smá­hýsa og kaup á gisti­heim­ili sem hægt er að breyta í 25 íbúðir fyr­ir heim­il­is­lausa. Einnig er lögð áhersla á fyrirbyggjandi úrræði svo utangarðsfólki fjölgi ekki mikið meira. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs segir í samtali við Mbl mik­il­vægt að tengja sam­an úrræði sveit­ar­fé­laga, rík­is­ins og áfanga­heim­ila til þess að fólk fest­ist síður á mis­mun­andi stöðum. „Það eru all­ir af vilja gerðir, marg­ir að reka ým­iss kon­ar úrræði en þeir upp­lifa að keðjan, fólk flytj­ist á milli eft­ir bata eða ástandi hverju sinni, að hún þurfi að ganga bet­ur", segir hún.

Nýjast