Umhverfisþátturinn súrefni í kvöld: allar raflínur í jörðu og umhverfisvænni steypa

Fjallað er um steinsteypu og umhverfismál í þætti kvöldsins sem er um leið sá síðasti í þáttaröð um umhverfismál. Steinsteypa er aðalbyggingarefnið hér á landi enda næst í umhverfi okkar sem gerir það að verkum að notkun hennar ein og sér er umhverfisvænasti kosturinn. Steypan er úr grjóti, sandi og vatni – og sementi - en það síðastnefnda hefur helst þótt kalla á meiri umhverfisvitund enda framleiðsla þess mjög mengandi og framleiðslu hætt hér á landi árið 2012 og innflutningur hafinn í staðinn á sementi frá Noregi.  

BM Vallá er annað af tveimur stærstu fyrirtækjum landsins sem selja sementsbundnar vörur – eða bara steypu í daglegu tali. Þangað sækja bæði fyrirtæki og einstaklingar og þjónusta við íslenskan iðnað spannar 63 ár.

Umhverfisábyrgð tekin skrefinu lengra

Rætt er við Gunnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri sölu-og markaðsmála  um umhverfisstefnu þessa umsvifamikla fyrirtækis. en einnig Einar Einarsson byggingarverkfræðing og framkvæmdastjóra steypuframleiðslunnar hjá BM Vallá en Einar hefur í tugi ára unnið með steypu og við þróunarverkefni um hana.

Rarik með meira en helming raflína í jörðu og allar verða niðurgrafnar á rúmum næsta áratug

Dreifing raforku um landið er háð mörgum skilyrðum af hendi þeirra fyrirtækja sem það gera. Rætt er í þættinum við  Tryggvi Þór Haraldsson forstjóra Rarik sem segir meðal annars að öll verkefni þurfi að taka umhverfisáhrif inn í áætlanir.

Rarik er eitt sex fyrirtækja landsins sem dreifa rafmagni um landshlutana. Nær öll eru fyrirtækin alfarið í opinberru eigu líkt og Rarik -  sem dreifir rafmagni til allt að 35 þúsund notenda í ólíkum landshlutum. 

Tryggvi segir mikla endurnýjun undanfarin til tuttugu og fimm árin hafa orðið með því að færa dreifikerfið sem var allt um loftlínu niður í jarðstrengi. Um sextíu og tvö prósent kerfisins er komið í jöru  og markmiðið er að allt kerfið verið komið ofaní jörðu eftir um fimmtán ár. Umhverfisstefna fyrirtækisins var sett fyrir meira en áratug.

Umsjón með þættinum Súrefni hefur Linda Blöndal.