„aldrei gleymist sú fagnaðarstund“

Farsælasti uppistandari Íslands, Ari Eldjárn átti afmæli þann 5.september. Máske ekki stórtíðindi í sjálfu sér en Þórarinn Eldjárn faðir hans skrifar afmæliskveðjur á fb síðu sína með mynd af þeim feðgum. Þegar skáld sem Þórarinn skrifar status má með réttu láta hann flakka enda margir feður þessa lands ábyggilega sama hugar þegar litið er um öxl og afkvæmin eldast.

„Sonur minn Ari á afmæli í dag. Aldrei gleymist sú fagnaðarstund er ég leit hann fyrst augum fyrstur manna á Fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík fyrir 37 árum. Á myndinni má sjá glæstan uppistandsferil hans hefjast. Uppistaðan í honum enn ekki nógu þétt, enda maðurinn aðeins þriggja vikna og því haldið uppi af föður sínum sem er með taubleyju um öxl til að meðtaka spýjur. Innilegar hamingjuóskir, elsku Ari okkar“, skrifar Þórarinn.