Aldrei fleiri íbúðakaup frá hruni

Ný mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs:

Aldrei fleiri íbúðakaup frá hruni

Fyrstu íbúðakaup hafa ekki verið fleiri frá hruni, segir í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar kemur meðal annars fram að alls voru 905 fyrstu íbúðakaup á öðrum ársfjórðungi 2018 og hafa ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi síðan að minnsta kosti árið 2008.

Þá hefur sérbýli hefur hækkað talsvert hraðar í verði en fjölbýli undanfarna mánuði.

Um leigumarkaðinn segir m.a. að vísitala leiguverðs hafi lækkað um 2,4 prósent á milli mánaða í júní. Hækkunin undanfarna tólf mánuði er hins vegar um 7 prósent.

Skýrsluna má skoða hér.

 

 

Nýjast