Álag á bráðamóttökunni í dag - mikill fjöldi sjúklinga eftir alvarleg umferðarslys

Mikið álag er á Landspítalanum núna og þá sérstaklega bráðamóttökunni. Mikill fjöldi sjúklinga hefur komið á spítalann í morgun í kjölfar alvarlegra umferðarslysa.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu var fjögurra bíla árekstur á Suðurlandsvegi við Heiðmerkurveg á tíunda tímanum í morgun ásamt því að einn fór út af á hjáleið um Hafravatnsleið vegna hálku, sá fór líka á Landspítalann.

Þá var ekið á gangandi vegfaranda við Skeiðarvog á morgun og var viðkomandi ekið með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

Í tilkynningu frá Landspítalanum vilja þeir vekja athygli á álaginu og láta fólk vita að óski það eftir hjálp á bráðamóttöku geti þau gert ráð fyrir því að þeir sem ekki eru í bráðri þörf gæti þurft að bíða lengi eftir þjónustu.

Benda þeir fólki á að leita til heilsugæslustöðva eða á Læknavaktina en á þjónustuvefsjá Heilsuveru má finna næstu heilsugæslustöð og þjónustu sem er í boði um allt land.