Airbnb í fjölbýli

Úrskurðar í Hæastarrétti er að vænta um hvernig haga má útleigu á Airbnb í fjölbýlishúsum. Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá Umhverfistofnun segir mikilvægt að skýra hver réttur annarra íbúa sé í blokkum þegar leigt er út til ferðamanna. Gunnar Alexander segir í viðtali í þættinum Ferðalaginu á morgun, miðvikudag, að ný lög um Airbnb verði til þess að mikilvægar upplýsingar komi um hvert umfang slíkrar leigustarfsemi sé. Gunnar er einn höfunda skýrslu um umfang íbúðagistingar í ferðaþjónustunni sem kom út árið 2015.

Í nýju lögunum er sett þak á hver marga daga á ári má leigja út heimili sitt og hverja hámarkstekjur mega vera áður en leigan falli undir skilgreiningu um atvinnurekstur.