Áhugalausir ráðherrar og valtað yfir þingmenn

Vilhjálmur Bjarnason, rektor í Bifröst og nýlendustefnu á Íslandi, skrifar um það sem hann kallar nýlendustefnu á Íslandi, þar sem honum þykir mikið halla á landsbyggðina í mörgu tilliti. Hann segir í lok greinarinnar: „En niðurstaða mín vegna þeirrar nýlenduþróunar sem ég skynja í samskiptum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er sú að fyrr eða síðar kemur til stofnunar flokks á svipuðum grunni og Skoski þjóðarflokkurinn. Sá flokkur mun þá hafa á stefnuskrá sinni að Ísland verði sambandsríki þar sem sem landsbyggðin getur þá tekið málin í eigin hendur.  Það gerist ekki fyrir þessar kosningar en gæti vel gerst fyrir þær næstu ef núverandi flokkakerfi snýr ekki af braut nýlendustefnunnar.“

Mestum þunga greinar sinnar ver Vilhjálmur í það sem hann kallar áhugaleysi ráðherra vegna áhuga Háskólans á Bifröst fyrir lögreglunáminu, sem nú hefur verið ákveðið að verði á Akureyri. „Háskólanum á Bifröst var þá vísað frá með bolabrögðum, þrátt fyrir að skólinn hefði algjörlega verið inni í myndinni á öllum fyrri stigum málsins og viðurkennt að skólinn gæti gert þetta mjög vel (eins og hinir háskólarnir líka).  Þess má geta að engin „fagleg“ hugmyndasamkeppni fór fram um hvernig best væri að nýta 3,7 milljarða í fjárfestingarfé í háskólakerfinu þegar ákvörðun var tekin um Hús íslenskra fræða. Þá var hægt að taka pólitíska ákvörðun enda byggingin á réttum stað. HÍ, HR og HA hafa allir verið efldir með pólitískum ákvörðunum.  HA hefur orðið myndarlegur skóli og fest sig í sessi fyrir harðfylgi norðlenskra þingmanna. HR fékk Tækniskólann til að efla kennslu í tæknigreinum og HÍ hefur eðlilega verið efldur með pólitískum sérkjörum allan sinn langa starfstíma. Því var ekki óeðlilegt að Háskólinn á Bifröst fengi einu sinni eitt minni háttar pólitískt framlag til að styrkja skólann til lengri tíma.“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, aðstoðarmaður Ólaf­ar Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra, gef­ur kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, fær væna sneið frá Vilhjálmi rektor í Bifröst. „Í þessu ferli hafa hinir áhugalausu ráðherrar leyft ráðuneytisstarfsmönnum að valta yfir þá þingmenn sem hafa verið að styðja málstað okkar.  Sem gamall þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra verð ég að viðurkenna að ég er hissa á því að hún skuli vera að bjóða sig fram til þjónustu við okkur hér í kjördæminu þegar hún virðist alls ekki vera tilbúin til að taka á sig nein óþægindi fyrir okkar hönd, og hvað þá að vilja taka þátt í að efla háskólastarf í kjördæminu þegar tækifæri gefst.“

Vilhjálmur Egilsson verður gestur í Þjóðbraut í kvöld.