Áhangendur newcastle vilja fá alfreð

Stuðnings­menn enska úr­vals­deild­arliðsins Newcastle vilja að fé­lagið kaupi ís­lenska landsliðsfram­herj­ann Al­freð Finn­boga­son í sum­ar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, en Al­freð skoraði fyrsta mark Íslands frá upp­hafi á HM þegar hann jafnaði met­in gegn Arg­entínu­mönn­um í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi á laug­ar­dag­inn.

Al­freð, sem leik­ur með þýska liðinu Augs­burg þar sem hann hef­ur átt góðu gengi að fagna, hef­ur af og til verið orðaður við Newcastle en hann skoraði 12 mörk fyr­ir Augs­burg í þýsku 1. deild­inni á síðustu leiktíð og varð marka­hæsti leikmaður liðsins.

Stuðnings­menn Newcastle hafa óskað eft­ir því að for­ráðamenn fé­lags­ins fái Al­freð í sum­ar en hér má sjá nokkr­ar twitter-færsl­ur frá þeim.