Áhættumat um laxeldi í sjó

Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra þegar spurt var um áhættumat Hafró um laxeldi í sjó sem opinberað var fyrir helgi.

Hafró vann áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar í laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum.

Viðamikil vöktun er með laxveiðiám enda eru forsendurnar að náttúrulegur villilaxastofn skaðist ekki.  

Ráðherrann minnti á að starfshópur er að störfum sem hefur það verkefni að skoða eldið vel. Þar sitja fulltrúar allra sem hagsmuna eiga að gæta.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ganga út frá því að reynt verði að finna jafnvægi milli náttúrverndar og skynsamlegra nýtingarsjónarmiða.

Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu.

 

 

[email protected]